Enski boltinn

„Erum of stressaðir í mikilvægum Meistaradeildarleikjum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gundogan í leiknum gegn Tottenham.
Gundogan í leiknum gegn Tottenham. vísir/getty
Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, segir að liðið sé of stressað í mikilvægum leikjum Meistaradeildinni og kallar eftir því að leikmenn liðsins geri einfaldari hluti í mikilvægum leikjum.

City tapaði 1-0 fyrir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið á eftir síðari leikinn á heimavelli.

„Við vorum ekki nógu hugaðir í leiknum og gerðum of mörg einföld mistök. Mér líður eins og við séum stressaðir í mikilvægum Meistaradeildarleikjum. Við veljum alltaf ranga ákvörðun,“ sagði Gundogan.

„Í þessum leikjum viljum við alltaf gera eitthvað sérstakt því það þýðir að við förum áfram í undanúrslitin. Stundum er minna meira.“

City fékk gullið tækifæri til þess að koma sér yfir í leiknum en Hugo Lloris varði vítaspyrnu Sergio Aguero. Það gerði útslagið að mati Gundogan.

„Neikvæðir hlutir eins og vítaspyrnuklúður Aguero héldu okkur of mikið til baka. Hefðum við skorað úr vítinu hefðum við tætt Tottenham í sundur. Í staðinn drógum við okkur út úr leiknum og það má ekki gerast fyrir stórt lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×