Enski boltinn á 4500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:45 Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann verða sérfræðingar Símans um enska boltann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sá um kynninguna. Vísir/vilhelm Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm
Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15