Viðskipti innlent

Gaman Ferðir hætta starfsemi

Andri Eysteinsson skrifar
Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring Ólafsson og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum.
Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring Ólafsson og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum. WOW air

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri.

Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks.

Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður.

Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu.

Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum.

Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.