Lífskjör okkar allra Guðríður Arnardóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun