Enski boltinn

Leeds skrefi nær úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harrison fagnar sigurmarkinu.
Harrison fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Leeds er áfram í öðru sæti í ensku B-deildinni eftir 1-0 sigur á Sheffield Wednesday í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Jack Harrison á 65. mínútu eftir undirbúning hins frábæra Pablo Hernandez. Lokatölur 1-0.

Sigurinn var mikilvægur því Leeds er nú í öðru sæti deildarinnar með 85 stig, þremur stigum á undan Sheffield United sem er í þriðja sætinu, en fjórir leikir eru eftir af deildinni.





Tvö efstu liðin fara upp í úrvalsdeildina en Norwich er á toppnum með 85 stig. Toppliðið mætir Wigan á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×