Leiðin er greið Hörður Ægisson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun