Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“ Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira