Er barnið þitt með raunhæfar kröfur í íþróttum? Helgi Héðinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Héðinsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun