Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 21-31 │Valur í undanúrslit en Afturelding í sumarfrí

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Róbert Aron Hostert fór á kostum í fyrri leiknum
Róbert Aron Hostert fór á kostum í fyrri leiknum vísir/bára
Valur vann 10 marka sigur á Aftureldingu í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins, 21-31. Leikurinn var jafn framan af og leiddu gestirnir aðeins með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13. Það var jafnt á tölum í upphafi leiks og var staðan 5-5 eftir fyrsta korterið. Valur náði fyrst tveggja marka forystu í stöðunni 6-8 og héldu forystunni út fyrri hálfleikinn.  Afturelding spilaði ógna sterkan varnarleik í fyrri hálfleik sem gerði Valsmönnum erfitt fyrir og voru þeir að ströggla með uppstilltann sóknarleik. Þrátt fyrir það þá virtist vera meiri vilji hjá gestunum að skora og tókst þeim yfirleitt að koma boltanum í netið á endanum. Valur leiddi að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 11-13.Líkt og í síðustu viðureign þá voru það Valsmenn sem mættu ákveðnari út í seinni hálfleikinn. Eftir 4-1 kafla tók Einar Andri leikhlé, heimamenn komu aðeins til baka en náðu aldrei að vinna sig inní leikinn.Valur gat leyft ungu leikmönnunum að klára leikinn og þeir gerðu það vel, alls voru 12 leikmenn Vals sem komu sér á blað í dag. Lokatölur í Mosfellsbæ 21-31, gestunum í vil. Af hverju vann Valur? 

Þeir héldu haus og kláruðu þetta verkefni af skynsemi. Vörn og markvarsla var til fyrirmyndar í dag, áttu á tímabili í erfiðleikum sóknarlega en leystu þær hindranir og unnu sannfærandi sigurHverjir stóðu upp úr?

Það var engin einn leikmaður sem tók yfir í liði Vals í dag en Ýmir Örn Gíslason átti þó mjög góðan leik, hann skoraði 5 mörk úr 5 skotum og sinnti sínu starfi í vörninni einnig. Atkvæðamestur var Róbert Aron Hostert með 6 mörk en til þess þurfti hann 14 skot. Daníel Freyr Andrésson varði ekki mikið í fyrri hálfleik en steig upp í þeim síðari og endaði með 10 bolta varði, fínn leikur hjá honum. Í liði Aftureldingar voru það þeir Elvar Ásgeirsson og Árni Bragi Eyjólfsson sem ógnuðu hvað mest og voru þeir atkvæðamestir þar. Böðvar Páll Ásgeirsson var svo frábær í vörninni að vanda. Hvað gekk illa? 

Afturelding átti í erfiðleikum sóknarlega allan leikinn. Þeir spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleik en voru að gera klaufaleg mistök í sókninni og nýttu ekki þau færi sem þeir komu sér í.  Þegar leið á seinni hálfleikinn hættu leikmenn að hafa trú á verkefninu. Hvað er framundan? 

Valur mætir ÍR eða Selfossi í undanúrslitum á meðan Afturelding er komið í sumarfrí. 

 

Ýmir Örn: Er bara þar sem mér er sagt að vera

„Þetta var erfiður fyrri hálfleikur“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals„Ég er mjög ánægður með þetta, ánægður með liðið og hvernig við mætum í báða þessa leiki. Ég er líka ánægður með að klára þetta í tveimur leikjum gegn sterku liði Aftureldingar“„Við fáum einhverja hvíld núna, allavega 2 auka daga, ég veit ekkert hvenær næsti leikur er“ sagði Ýmir Örn sem var ekkert farinn að spá í undanúrslita viðureigninni„Við höfum ekki unnið þá í venjulegum leiktíma í þessum þremur leikjum í vetur en ég veit ekki hvað var öðruvísi í dag. Við vorum bara fókuseraðir allan tímann, nýttum hraðaupphlaupin, refsuðum þeim vel og Danni (Daníel Freyr Andrésson) var nátturlega frábær fyrir aftan okkur eins og alltaf.“Valur spilaði langar sóknir í dag og það reyndist þeim oft erfitt að sækja á þétta vörn Aftureldingar, en baráttan í leikmönnum var mikil og náðu þeir alltaf að koma boltanum í netið á endanum. Ýmir viðurkennir að þetta hafi verið erfitt í uppstilltum sóknarleik og segir að það hafi verið gott að geta refsað þeim í hröðu sóknunum.„Þetta var erfiður fyrri hálfleikur, við áttum mjög erfitt með að spila í sókninni. Við vorum staðir og það var lítið flæði á boltanum. Þetta lagaðist aðeins í seinni hálfleik ekki mikið, við fórum bara að refsa þeim með hraðaupphlaupum og náðum þannig góðri stöðu“Ýmir átti mjög góðan leik en hann fór á tímabili í skyttuna ásamt því að spila vörnina og línu en hann segir að það skipti hann engu máli hvar hann spili, hann fer bara þangað sem honum er sagt að fara og reynir að gera sitt besta í þeirri stöðu. „Maður þarf bara að setja sjálfan sig til hliðar og sinna því sem þarf. Ef ég þarf að vera í skyttunni þá bara fer ég í skyttuna og reyni að gera mitt besta þar svo ef ég þarf að spila þrist í vörn þá geri ég það bara. Ég er bara þar sem ég þarf að vera og reyni að gera mitt besta fyrir liðið“ sagði Ýmir að lokum

 

Einar Andri: Ég verð áfram

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir leik en hann og liðið hans er komið í sumarfrí„Þetta er hörkuleikur í 50 mínútur. Við þurftum að taka sénsa undir lokin og það fór alveg með þetta“ sagði Einar Andir en 10 marka tap gefur ekki alveg rétta mynd af þessum leik„Mjög góður fyrri hálfleikur hjá okkur en byrjum seinni hálfleikinn illa og lendum 4-5 mörkum undir. Við náðum þessu aðeins til baka aftur en svo var þetta bara lélegt hjá okkur í lokin, fókusinn var bara því miður farinn.Sóknarlega voru Afturelding að ströggla mest allan leikinn, voru klaufar og nýttu færin sín illa. Einar Andri segir að liðið hafi verið að koma sér í fín færi en að þeir hafi aðallega verið í vandræðum með Daníel Frey í markinu. „Við vorum aðallega í basli með Danna (Daníel Freyr Andrésson) í markinu, hann var stórkostlegur í báðum þessum leikjum og á allt hrós skilið, að öðru leyti fannst mér við alveg leysa þetta ágætlega“Afturelding er komið í sumarfrí og Einar Andri segist ekki vera að fara neitt, hann verður áfram með liðið á næstu leiktíð. „Nú er bara sú vinna í gangi, Elvar er að fara og við reynum að fylla hans skarð og mæta með hörkulið næsta vetur.“

 

Snorri Steinn: Við slökuðum ekkert á

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er stoltur af sínum strákum„Þetta var eins og í fyrri leiknum, það var hart tekist á og þéttar varnir. Við höfum sagt það áður og sérstaklega núna þurfum við að treysta á vörn og markvörslu“ sagði Snorri og segir að á meðan þessir hlutir eru í lagi að þá er hann rólegur. „Við fórum svo bara yfir nokkur atriði og byrjuðum síðari hálfleikinn gríðalega vel. Þeir þurftu að taka sénsa, nátturlega 1-0 undir. Ég er bara ánægður með það hvernig strákarnir héldu samt áfram, slökuðu ekkert á og það er mjög gott að klára þetta bara svona.“ Snorri segir að þeir hafi ekki breytt miklu fyrir seinni hálfleikinn heldur hafi þetta komið þegar Daníel Freyr fór að verja mikilvæga bolta og þeir fóru að ná inn auðveldum mörkum. „Danni fór að verja góða bolta og við náðum inn auðveldum mörkum í hraðaupphlaupum. Það kom svo aðeins meira flæði á sóknarleikinn og um leið og við vorum komnir með 4-5 mörk þá fannst mér við hafa tökin á leiknum.“

Valur sleppir við oddaleikinn en þeir verða spilaðir á miðvikudaginn, Snorri segir það mjög gott að strákarnir fái þessa auka daga í hvíld „Ég er gríðalega ánægður og stoltur af strákunum að klára þetta, svona miðað við það sem á undan hefur gengið. Þetta er sterkt hjá okkur og gott að fá þessa auka daga í hvíld“ 

 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.