Þegar menn fara yfir lækinn í leit að vatni; auðvitað felldi krónan WOW Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2019 10:00 Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun