Minna tuð, meiri aðgerðir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:10 Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tími fálætis í umhverfismálum er liðinn. Við þurfum að taka stór og stefnumótandi skref núna strax. Við höfum ekki tíma til að taka lítil skref sem trufla fáa en breyta litlu. Við höfum ekki tíma til að vera ,,dipló”. Sá tími er löngu liðinn. Við þurfum róttækni. Við þurfum hugrekki. Unga fólkið á vikulegum loftslagsmótmælum krefst róttækra aðgerða, enda snúast loftslagsmálin um jafnrétti milli kynslóða fyrst og fremst. Eldri kynslóðir eru búnar að menga hömlulaust á kostnað næstu kynslóða og ef við sveigjum ekki af þessari braut ekki seinna en núna verður það orðið of seint.Segjum „bless“ við plástrana Sumir kollegar mínir úr minnihluta borgarstjórnar láta eins og okkar aðgerðir í meirihlutanum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu hálfgert ofstæki. Þeir vilja eingöngu ráðast í aðgerðir sem eru í besta falli plástrar á sárin. Þeir standa vörð um frelsi einstaklingsins til að menga en vilja helst bara draga úr neikvæðum afleiðingum þeirrar mengunar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins sagði á nýlegum borgarstjórnarfundi um aðgerðir meirihlutans til að draga úr mengun: „Ég vil bara að við höldum okkur við hvað við getum gert án þess að segja fólki hvernig það á að lifa lífi sínu”. Ég er sammála því að fólk eigi að mestu að fá að vera í friði - svo lengi sem það brýtur ekki á frelsi annarra en það gerir mengun einmitt með víðtækum hætti. Þessi staðhæfing Kolbrúnar ber vott um algjöra firringu og engan skilning á umfangi vandans. Þetta segir hún þrátt fyrir að við Íslendingar losum mest magn koltvíoxíðs af öllum löndum Evrópu innan ESB- og EFTA-svæðisins (1).Skoðum staðreyndir, ekki bull Aðrir afneita vísindunum. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði eftirfarandi á fundi Borgarráðs 6. mars þegar ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við endurheimt votlendis í Úlfarsárdal: „Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að endurheimt votlendis auki kolefnisbindingu”. Það er af og frá. Votlendi bindur koltvíoxíð og standa nágrannaþjóðir okkar í metnaðarfullum endurheimtingarverkefnum vegna þessa. Finnar hafa undanfarin ár endurheimt votlendi í stórum stíl til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með góðum árangri (2). Skotar hafa í sinni loftslagsáætlun fyrir 2018-2032 markmið um að endurheimta 50.000 hektara votlendis fyrir 2020 og 250.000 hektara fyrir 2030 (3). Við ætlum líka að endurheimta votlendi í Reykjavík því það virkar. Eitt það mikilvægasta sem Reykjavíkurborg getur gert til að draga úr mengun er að efla notkun vistvænna ferðamáta og minnka notkun bíla. Bílar menga. En framleiðsla þeirra og flutningur til kaupanda menga líka. Gatnagerð er mengandi og það að spæna upp malbikinu er mengandi. En notkun vistvænna ferðamáta dregur líka úr sóun. Þegar við ferðumst milli búðarinnar og heimilis á vistvænan hátt þurfum við að forgangsraða betur við innkaupin sem minnkar sóun vegna þess að það er hreinlega takmarkað hversu mikið við getum flutt með okkur milli staða án bíls.Tíminn er á þrotum Að auka notkun vistvænna ferðamáta er þó langt frá því að vera það eina sem borgin er að gera. Nýbyggingar í borginni fara í gegnum umhverfismat þar sem lögð er áhersla á sjálfbær hverfi, verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúrulegra vistkerfa og aukinn orkusparnað. Yfir 90% af allri uppbyggingu er innan núverandi byggðar, þannig takmörkum við fótspor okkar og styrkjum grundvöllinn fyrir vistvænum samgöngum og sjálfbærum hverfum. Við leggjum áherslu á að gróðursetja fleiri tré sem breyta koltvíoxíði í súrefni, við ætlum að draga úr myndun úrgangs, auka stuðning við verkefni sem stuðla að endurnotkun og endurvinnslu og auka framleiðslu vistvænna orkugjafa með nýrri gas- og jarðgerðarstöð þar sem loksins verður farið að flokka lífrænan úrgang heimilanna. Svo ekki sé minnst á áherslu okkar á nýsköpun og nýjar, snjallar og umhverfisvænar lausnir. Við þurfum að taka róttæk skref til minnka losun gróðurhúsalofttegunda svo að næstu kynslóðir eigi séns. Við höfum örfá ár þangað til það er orðið of seint. Til þess að þetta mega verða þurfum við öll að vinna saman, stjórnmálafólk og almenningur. Og við þurfum stjórnmálafólk sem byggir ákvarðanir sínar og skoðanir á staðreyndum. Tíminn er að renna frá okkur. Eyðum honum ekki í tuð heldur aðgerðir.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Heimildir: (1) https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/umhverfi/losun-koltvisyrings-a-einstakling/(2) https://ec.europa.eu/environment/life/project/Projects/index.cfm?fuseaction=home.showFile&rep=file&fil=Boreal_Peatland_Best_Practices.pdf(3) https://www2.gov.scot/Resource/0053/00532096.pdf
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar