Vörumerki í kreppu Dr. Friðrik Larsen skrifar 8. apríl 2019 10:31 Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppa er vond fyrir neytendur, skaðar fyrirtæki og drepur vörumerki. En í kreppu felast líka tækifæri. Vörumerki sem lifa af kreppuna koma út úr henni með færri samkeppnisaðila, tryggari viðskiptavini og jafnvel nýjan tilgang. Hér eru nokkur atriði sem er hjálplegt að hafa í huga í niðursveiflunni sem er handan við hornið.1. Raunsætt stöðumat Rétt eins og markaðir, þá er neytendahegðun stöðugt á hreyfingu. Kreppa keyrir þó breytingar hraðar í gegn og gjörbreytir neyslumynstri. Skilningur á því hvaða áhrif þetta hefur á þína atvinnugrein er lykilatriði. Sumt er fyrirsjáanlegt. T.d. ganga afsláttarbúðir betur þar sem verðlag er lægra og meira selst af skyndibita. Fólk ferðast minna og fer síður í frí til fjarlægra staða. Annað getur verið erfiðara að sjá fyrir. Almennt við vitum við að velta minnkar í niðursveiflu en til að vita betur hvað gerist í þínu tilfelli þarftu að þekkja þín mismunandi markhópa vel svo hægt sé að endurmóta staðfærslu (innan eðlilegra marka) til að sporna við minni sölu.2. Endurskoðaðu virðistilboðið Þrátt fyrir að eiginleikar vörumerkisins þíns kúvendist ekki (og eiga ekki að gera það) þá gæti verið gagnlegt að fínstilla einhverja þætti. Þetta gæti verið góður tími til að líta til ánægðustu viðskiptavinanna og skilja hvað þeir eru ánægðastir með. Kannski leynast þar tækifæri sem leggja ætti meiri áherslu á. Er vörumerkið kannski lúxus á góðu verði? Hjálpar þín þjónusta til þess að draga stórlega úr kostnaði viðskiptavina? Kafaðu - og reyndu draga fram það sem máli skiptir í niðursveiflu.3. Fjárfestu Krepputímar eru þeir tímar sem þú ættir að vera að fjárfesta í verðmætustu viðskiptavinunum þínum. Ef þú hefur reiknað út líftímavirði viðskiptavina þá veistu að erfitt er að fylla skarð mikilvægra viðskiptavina sem tapast. Í staðinn fyrir að tapa þeim, reyndu að gera þá tryggari. Ekki stökka í að lækka verð því það gerir kannski lítið annað en að samkeppnisaðilar svari í sömu mynt. Leitaðu að öðrum leiðum, t.d. tryggðarkerfum, bjóddu kennslu og þjálfun, eða einhverju því sem örvar nýjar upplifanir og sem tengir þig betur við viðskiptavini. Fjárfestu líka í bestu starfsmönnunum. Ef þeir eru hræddir við að missa starfið þá missir þú þá bestu fyrst því þeir ganga auðveldlega inn í önnur störf. Ef það verður að fækka störfum, notaðu þá það sem sparast við að hækka laun þeirra mikilvægustu eða búðu til bónusa fyrir þá sem standa með þér – því þeir munu örugglega þurfa að vinna meira þegar hinir eru farnir. Eða fjárfestu í mannauði með kennslu, vinnuskiptum þvert á deildir eða bitlingum fyrir þá bestu.4. Endurskoðaðu hvað lúxus stendur fyrir Ef litið er til síðust kreppu þá drap hún ekki lúxus en hún breytti hugtakinu. Nýjar tegundir af lúxus komu fram svo sem heilsuhreysti (góð heilsa) og meiri neysla á vörum búnum til í næsta umhverfi. Það sem þarf að hafa í huga, öðru fremur, er að niðursveifla hefur áhrif á hugarfar áður en hún hefur áhrif á veskið. Það að sjá aðra missa vinnuna hefur þau áhrif að fólk dregur úr neyslu, og þar með auka eymdina. Í þessar aðstæður gæti verið gott að endurstaðsetja lúxus m.v. við breytt gildismat og draga því samhliða úr félagslegri pressu sem neytendur finna fyrir í þá veru að þeir dragi úr lúxus.5. Leitaðu að tækifærum Krepputími gæti verið besti tíminn til að kynna nýtt vörumerki því samkeppnin er ekki jafn ofsafengin. Neytendur bregðast ennþá við boðum sem innihalda virði og auglýsendur gætu fundið ódýrari leiðir til að koma skilaboðum á framfæri.6. Nýttu þér hægaganginn Ef niðursveiflan hægir mikið á rekstrinum, notaðu hægaganginn í nýsköpun. Prófaðu nýjar afendingarleiðir, öðruvísi pakkningar eða öðruvísi þjónustu. Íhugaðu að brotlenda hratt með síendurteknum leiðum til að prófa nýja hluti og lesa í huga neytenda. Dragðu fram hluti sem þú hefur verið of upptekin til að prófa fram að þessu.7. Skoðaðu kauptækifæri Fyrrum sterk vörumerki sem eru eru í fjárhagsörðuleikum gætu verið föl fyrir verið sem er boðlegt. Keyptu þannig nýja tækni, einkaleyfi, markaðahluta að jafnvel önnur vörumerki sem þú ættir ekki möguleika á að kaupa í hefðbundnara rekstrarumhverfi.8. Stækkaðu Ef þú hefur greint markaðinn vel og skilið hvernig neytendur bregðast við niðursveiflu, íhugaðu þá að stækka. Vörumerki sem hafa vaxið í kreppu (eins og t.d. Lego og Netflix gerðu) sækja oft ennþá meira í sig veðrið að kreppu lokinni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun