Síðustu tvö ár algjörar andstæður fyrir nýju meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 17:45 Kyle Guy fagnar titlinum eftir að lokaflautið gall. AP/David J. Phillip Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019 Körfubolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira
Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
Körfubolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira