Bréf kennara til Kolbrúnar Jens G. Einarsson skrifar 9. apríl 2019 14:06 Sæl Kolbrún, Mikið var ég leiður og sleginn við að lesa ritstjórnarpistil þinn í Fréttablaðinu í gær. Þú sem ert mikill áhrifavaldur og oft á tíðum afbragðs gagnrýnandi í sjónvarpsþættinum Kiljunni. Af hverju leiður, jú þú tekur eina meginstoð samfélagsins, skólastarfið, og gagnrýnir starfsmenn þess harkalega af töluverðri vanþekkingu. Tilvitnun „Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur”. - Hvað þýðir „Mjög margir” í þínum huga? „Skólakerfið ... fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara” - Hverjar eru þessar þarfir kennara? Að mæta klukkan 8:00 í skólann? Stærð nemendahópa? Lengd kennslustunda? Matartímar? O.s.frv. Ég vil bjóða þér og ritstjórn Fréttablaðsins að koma og skoða skólastarf í Stóru - Vogaskóla þar sem ég kenni í dag. Þar sem allir kennarar, stjórnendur og starfsfólk rær að því öllum árum að kenna, fræða, ala upp og reyna eftir fremsta megni að hlúa að hverjum og einum einstaklingi svo honum megi líða sem allra best í skólanum og í eigin skinni. Þegar þú gagnrýnir bók þá geri ég ráð fyrir að fyrst sé bókin lesin, forvitnast dálítið um höfundinn og í hvaða samhengi hún var skrifuð. Hefði ekki verið gott að gera það líka í þessu tilfelli? Þess vegna býð ég þér í skólann okkar. Hvað varðar “upprisu” Bubba þá get ég upplýst þig um það að við vorum á sama tíma báðir nemendur í Vogaskóla sem þá var stærsti grunnskóli landsins. Ekki minnist ég þess að þar hafi kennarar gengið um og tilkynnt nemendum að þeir væru ómögulegir í stafsetningu eða stærðfræði. Man þó að Hjörtur dönskukennari hnippti í mig og sagði að þetta gengi ekki svona lengur hjá mér, ég yrði að taka mig á. Allt rétt og satt þar. Í lokin Kolbrún, þá vil ég gera lokaorð þín í pistlinum að mínum með örlítilli breytingu þó. „Kennarar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur” Með vinsemd og virðingu.Höfundur er umsjónakennari 10. bekkjar Stóru-Vogaskóla og stjórnarmaður í Félagi grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sæl Kolbrún, Mikið var ég leiður og sleginn við að lesa ritstjórnarpistil þinn í Fréttablaðinu í gær. Þú sem ert mikill áhrifavaldur og oft á tíðum afbragðs gagnrýnandi í sjónvarpsþættinum Kiljunni. Af hverju leiður, jú þú tekur eina meginstoð samfélagsins, skólastarfið, og gagnrýnir starfsmenn þess harkalega af töluverðri vanþekkingu. Tilvitnun „Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur”. - Hvað þýðir „Mjög margir” í þínum huga? „Skólakerfið ... fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara” - Hverjar eru þessar þarfir kennara? Að mæta klukkan 8:00 í skólann? Stærð nemendahópa? Lengd kennslustunda? Matartímar? O.s.frv. Ég vil bjóða þér og ritstjórn Fréttablaðsins að koma og skoða skólastarf í Stóru - Vogaskóla þar sem ég kenni í dag. Þar sem allir kennarar, stjórnendur og starfsfólk rær að því öllum árum að kenna, fræða, ala upp og reyna eftir fremsta megni að hlúa að hverjum og einum einstaklingi svo honum megi líða sem allra best í skólanum og í eigin skinni. Þegar þú gagnrýnir bók þá geri ég ráð fyrir að fyrst sé bókin lesin, forvitnast dálítið um höfundinn og í hvaða samhengi hún var skrifuð. Hefði ekki verið gott að gera það líka í þessu tilfelli? Þess vegna býð ég þér í skólann okkar. Hvað varðar “upprisu” Bubba þá get ég upplýst þig um það að við vorum á sama tíma báðir nemendur í Vogaskóla sem þá var stærsti grunnskóli landsins. Ekki minnist ég þess að þar hafi kennarar gengið um og tilkynnt nemendum að þeir væru ómögulegir í stafsetningu eða stærðfræði. Man þó að Hjörtur dönskukennari hnippti í mig og sagði að þetta gengi ekki svona lengur hjá mér, ég yrði að taka mig á. Allt rétt og satt þar. Í lokin Kolbrún, þá vil ég gera lokaorð þín í pistlinum að mínum með örlítilli breytingu þó. „Kennarar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur” Með vinsemd og virðingu.Höfundur er umsjónakennari 10. bekkjar Stóru-Vogaskóla og stjórnarmaður í Félagi grunnskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar