Í skólanum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun