Í skólanum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun