Í skólanum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:00 Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í orði kveðnu á skólastarf að stuðla að því að auka þroska nemenda, sjálfstæði þeirra, frumkvæði og sköpunarkraft. Á sama tíma eru of mörg dæmi um að reynt sé að kæfa þessa eiginleika ungs einstaklings og tilraun gerð til að steypa hann í sama mót og alla aðra. Tökum raunverulegt dæmi af tólf ára dreng í Reykjavík sem býr yfir afburða hæfileikum á myndlistarsviðinu en fær ítrekað þau skilaboð í skólakerfinu að hann muni eiga í erfiðleikum á lífsleiðinni taki hann ekki framförum í stærðfræðinni, sem hann á í basli með að ná tökum á og hefur heldur alls engan áhuga á. Mjög margir hafa lent í sömu stöðu og þessi drengur, lifðu og hrærðust of lengi í ósveigjanlegu skólakerfi þar sem hæfileikar þeirra fengu ekki að blómstra. Þessir sömu einstaklingar prísuðu sig sæla þegar þeir voru lausir undan oki skólakerfisins og gátu farið að blómstra á eigin forsendum. Skólakerfið á að byggja á sveigjanleika og í stað þess að fyrst og fremst sé tekið mið af þörfum kennara, eins og gert er í allflestum skólum, þarf að hanna kerfi sem hentar nemendum sem allra best. Þar eiga þeir að njóta frelsis og eiga val en ekki vera þvingaðir til að læra hluti sem þeir hafa engan áhuga á og munu ekki gagnast þeim á lífsleiðinni. Fjölmargir einstaklingar kannast við að hafa á unga aldri setið í skólastofu þar sem þeim var gert að tileinka sér hluti sem þeir voru áhugalausir um og heyrðu um leið kennarann segja: „Þetta mun koma þér að gagni síðar meir.“ Ansi margir geta vottað að aldrei kom að þeirri stund. Á dögunum sagði Bubbi Morthens frá því í grein hér í Fréttablaðinu að þegar hann var ungur hefði kennari sagt honum að aldrei myndi verða neitt úr honum. Þegar hann var seinna í námi í Danmörku var sagt við hann: „Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur.“ Bubbi segir að þannig hafi upprisa hans hafist. Hann fékk engan stuðning í óvinveittu íslensku skólakerfi, en fékk að njóta sín á eigin forsendum í landi þar sem voru aðrar og mun betri og skynsamlegri áherslur. Ekki er hægt að segja að svona hafi þetta nú verið í gamla daga, þegar strangleikinn réð ríkjum, en nú sé íslensk skólastefna gjörbreytt. Það er ekki svo. Enn eimir heilmikið eftir af þeirri hugsun að ungir nemendur verði að tileinka sér færni í ákveðnum hlutum og ef þeim tekst það ekki þá fá þeir skilaboðin um að þeir séu í rangri braut og verði að taka sig á ætli þeir að ná árangri á lífsleiðinni. Engir gera sér betur grein fyrir því hversu slæm skilaboð þetta eru en einmitt það fullorðna fólk sem á unga aldri fékk skilaboð eins og þessi á skólagöngu sinni. Skólar eiga að laða það besta fram hjá ungum nemendum sem eiga sjálfir að fá að velja sér áherslur. Skólakerfið á ekki að bregða fæti fyrir skapandi einstaklinga, en því miður gerist það í of miklum mæli. Því þarf að breyta.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun