„Ef þú finnur Mantas máttu endilega láta mig vita“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 14:30 Mantas Mockevicius hefur ekkert sést síðustu daga og verður ekki með Keflavík í úrslitakeppninni. vísir/bára Keflavík hefur rimmu sína gegn KR í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta á föstudagskvöldið þegar að liðin mætast í fyrsta leik í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar fengu vænan rassskell í lokaumferðinni gegn Tindastóli á útivelli þar sem að þriðja sætið var í boði en tapið skildi Keflvíkinga eftir í fjórða sæti þar sem þeir hafa þó heimaleikjaréttinn. „Það var búinn að vera helvíti góður stígandi í þessu hjá okkur þar til við fengum þennan skell á Króknum en við ætlum ekki að dvelja lengi við það. Nú snýst þetta um hvernig að við keyrum þetta í gang strax aftur,“ segir Sverrir sem fær góðan liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina. „Gummi [Guðmundur Jónsson ]kemur vonandi aðeins við sögu í úrslitakeppninni. Hann er langt frá því að vera 100 prósent en vonandi getur hann skilað einhverjum mínútum og það mun hjálpa okkur,“ segir Sverrir. Það er líka eins gott fyrir Keflvíkinga að Guðmundur ætli að reyna að vera með því Litháinn Mantas Mockevicius hefur ekki sést síðustu daga og ekkert látið heyra í sér. Mantas vann hug og hjörtu körfuboltaáhugamanna í þeim leikjum sem hann spilaði en þessi pattaralegi bakvörður skoraði 5,2 stig að meðaltali í leik og gaf tvær stoðsendingar og steig oft upp þegar að mest á reyndi. „Ef þú finnur Mantas þá máttu endilega láta mig vita. Hann hefur ekki mætt og það næst ekkert í hann þannig að hann verður ekki meira með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson. Ítarlega verður rýnt í einvígin fjögur í úrslitakeppninni í sérstökum upphitunarþætti Domino´s-Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.15 í kvöld.Klippa: Sverrir Þór - Leitin að Mantas Dominos-deild karla Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Keflavík hefur rimmu sína gegn KR í átta liða úrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta á föstudagskvöldið þegar að liðin mætast í fyrsta leik í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar fengu vænan rassskell í lokaumferðinni gegn Tindastóli á útivelli þar sem að þriðja sætið var í boði en tapið skildi Keflvíkinga eftir í fjórða sæti þar sem þeir hafa þó heimaleikjaréttinn. „Það var búinn að vera helvíti góður stígandi í þessu hjá okkur þar til við fengum þennan skell á Króknum en við ætlum ekki að dvelja lengi við það. Nú snýst þetta um hvernig að við keyrum þetta í gang strax aftur,“ segir Sverrir sem fær góðan liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina. „Gummi [Guðmundur Jónsson ]kemur vonandi aðeins við sögu í úrslitakeppninni. Hann er langt frá því að vera 100 prósent en vonandi getur hann skilað einhverjum mínútum og það mun hjálpa okkur,“ segir Sverrir. Það er líka eins gott fyrir Keflvíkinga að Guðmundur ætli að reyna að vera með því Litháinn Mantas Mockevicius hefur ekki sést síðustu daga og ekkert látið heyra í sér. Mantas vann hug og hjörtu körfuboltaáhugamanna í þeim leikjum sem hann spilaði en þessi pattaralegi bakvörður skoraði 5,2 stig að meðaltali í leik og gaf tvær stoðsendingar og steig oft upp þegar að mest á reyndi. „Ef þú finnur Mantas þá máttu endilega láta mig vita. Hann hefur ekki mætt og það næst ekkert í hann þannig að hann verður ekki meira með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson. Ítarlega verður rýnt í einvígin fjögur í úrslitakeppninni í sérstökum upphitunarþætti Domino´s-Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.15 í kvöld.Klippa: Sverrir Þór - Leitin að Mantas
Dominos-deild karla Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira