Viðskipti innlent

Prentmet kaupir prentvinnslu Odda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íslenskur prentiðnaður á í harðri alþjóðlegri samkeppni.
Íslenskur prentiðnaður á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Vísir/Gva

Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Frá þessu greinir fyrrnefnda fyrirtækið í yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem það er um leið áréttað að kaupin séu meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Þar segir jafnframt að sameinuð prentsmiðja verði rekin við Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa og að rúmlega 100 manns muni starfa hjá sameinuðu fyrirtæki.

Sameining fyrirtækjanna er sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stendur í þessi dægrin. Hann hafi til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hafi rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hafi til að mynda leitt til hópuppsagna, eins og Oddi mátti þola í upphafi síðasta árs.

Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentments, í tilkynningunni að kaupin á prentvinnslu Odda séu þannig til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum,” segir Guðmundur.

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, tekur í sama streng. „,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina.“

Í tilkynningunni segir jafnframt að salan á framleiðsluhluta Odda feli í sér „lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina.“


Tengdar fréttir

Innbundið prent of dýrt hjá Odda

"Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.