Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 16:06 Íslenskur prentiðnaður á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Vísir/Gva Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Frá þessu greinir fyrrnefnda fyrirtækið í yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem það er um leið áréttað að kaupin séu meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Þar segir jafnframt að sameinuð prentsmiðja verði rekin við Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa og að rúmlega 100 manns muni starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameining fyrirtækjanna er sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stendur í þessi dægrin. Hann hafi til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hafi rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hafi til að mynda leitt til hópuppsagna, eins og Oddi mátti þola í upphafi síðasta árs. Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentments, í tilkynningunni að kaupin á prentvinnslu Odda séu þannig til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum,” segir Guðmundur. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, tekur í sama streng. „,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að salan á framleiðsluhluta Odda feli í sér „lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina.“ Tengdar fréttir Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51 Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05 Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Frá þessu greinir fyrrnefnda fyrirtækið í yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem það er um leið áréttað að kaupin séu meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Þar segir jafnframt að sameinuð prentsmiðja verði rekin við Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa og að rúmlega 100 manns muni starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameining fyrirtækjanna er sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stendur í þessi dægrin. Hann hafi til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hafi rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hafi til að mynda leitt til hópuppsagna, eins og Oddi mátti þola í upphafi síðasta árs. Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentments, í tilkynningunni að kaupin á prentvinnslu Odda séu þannig til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum,” segir Guðmundur. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, tekur í sama streng. „,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að salan á framleiðsluhluta Odda feli í sér „lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina.“
Tengdar fréttir Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51 Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05 Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51
Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27