Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 14:27 86 var sagt upp störfum hjá Odda fyrr í dag. Vísir/GVA „Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Viðskipti innlent Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fleiri fréttir Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Samstarf Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Viðskipti innlent Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fleiri fréttir Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40