Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. október 2017 22:05 Aldrei hefur hærra hlutfall íslenskra bóka verið prentað utan landssteinanna. Vísir/Valli Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann.
Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00