Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. október 2017 22:05 Aldrei hefur hærra hlutfall íslenskra bóka verið prentað utan landssteinanna. Vísir/Valli Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann.
Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00