Orð sem éta mann Toshiki Toma skrifar 20. mars 2019 19:04 Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar