Gervigreind í daglegu amstri Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. mars 2019 09:52 Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun