Gervigreind í daglegu amstri Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. mars 2019 09:52 Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og mörgum finnst eins og að tæknin hafi litlu breytt varðandi okkar daglega líf. Það þarf ennþá að sinna daglegum og jafnvel frekar leiðinlegum verkefnum eins og að fara út í búð eftir því nauðsynlegasta eða fara til læknis út af einhverju augljósu meini til þess eins að geta sótt lyf í apótekið. Gervigreind er nú þegar farin að hjálpa okkur með marga af þessum hlutum. Það sem kemur okkur mannfólkinu hvað mest á óvart er hverju gervigreind bætir við okkar eigin hugmyndir að lausnum eða útfærslum. Við teljum okkur klókari en tölvur og því kemur það okkur á óvart þegar tölvurnar koma með hugmyndir sem við höfðum sjálf ekki hugsað fyrir. Í þessu sambandi mæli ég með myndinni AlphaGo á Netflix. Hvað er í matinn? Hver kannast ekki við spurninguna „Hvað er í matinn?“. Líklega væru flestir til í að sleppa við að velta þessari spurningu fyrir sér á hverjum degi. Tæknin getur hjálpað okkur í amstri hversdagsleikans. Verslunareigendur geta safnað miklu magni upplýsinga um sína viðskiptavini, þeim sem og viðskiptavininum til hagsbóta. Með því að skrá vörukaup eða notkun hvers viðskiptavinar í gegnum til dæmis vildarkort, verða til upplýsingar sem geta verið viðskiptavinum til hagsbóta. Í Hollandi hefur verslunarrisinn Albert Heijn áttað sig á þessu og unnið náið með Microsoft við að þróa leiðir til að nýta gervigreind til að þjóna viðskiptavinum sínum betur. Nú geta viðskiptavinir Albert Heijn fengið tillögur að matseðli eða vörum sem þeir hafa áhuga á, byggt á kauphegðun undanfarinna mánaða eða jafnvel ára. Einnig geta viðskiptavinir verslað í gegnum smáforrit í símanum, kippt með sér hádegismatnum eða snarlinu og labbað beint út úr versluninni. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig tæknin getur hjálpað okkur að svara erfiðustu spurningu dagsins. Þarftu að bíða of lengi eftir lækni? Með réttri notkun á upplýsingatækni sé ég líka fyrir mér að við Íslendingar getum gert heilbrigðisþjónustuna aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Í stað þess að bíða í nokkrar vikur eftir tíma hjá lækni gætum við fengið heilbrigðisþjónustu strax í gegnum símana okkar með hjálp myndavélatækni. Á hinum endanum yrði „læknir“ sem byggir á gervigreind og getur greint um 80% af þeim fyrirspurnum sem koma í gegnum þessa leið. Í framhaldi af greiningu væri síðan jafnvel hægt að senda lyfseðil beint í apótekið. Öll tæknin til að framkvæma þetta er til reiðu en við sem notum þjónustuna erum kannski síður tilbúin og sennilega er heilbrigðiskerfið minna tilbúið. Það er hins vegar ljóst að með því að nýta þessa tækni með réttum hætti er hægt að stytta biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu á sama tíma og hún verður aðgengilegri og hagkvæmari fyrir alla. Eftir hverju erum við að bíða? Mér segir svo hugur að þessar breytingar séu í farvatninu á Íslandi. Við erum lítill markaður þar sem taka þarf tillit til fjölbreytts viðskiptamannahóps og þar getur nýjasta tækni hjálpað mikið. Tæknin er til staðar en spurningin er fyrst og fremst hvort fyrirtækin í landinu, hið opinbera og ekki síst við sjálf erum tilbúin til að nýta hana til að einfalda og bæta okkar daglega líf? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun