Körfubolti

Duke skreið inn í 16-liða úrslit | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zion Williamson fagnar í leikslok í gær.
Zion Williamson fagnar í leikslok í gær. vísir/getty
Úrslitakeppnin í bandaríska háskólakörfuboltanum stendur nú sem hæst og þar eru flestra augu á hinu magnaða liði Duke sem er með undrabarnið Zion Williamson í broddi fylkingar.

Duke mætti UCF í gær í 32-liða úrslitum og var ótrúlega heppið að komast áfram.

Leikur liðanna var æsispennandi og Duke var með eins stigs forskot fyrir lokasókn UCF. UCF komst eins nálægt því og hægt var að stela sigrinum af Duke og senda þá úr mótinu.





Leikmenn UCF fengu tvö skot af stuttu færi til þess að skora sigurkörfuna en boltinn vildi ekki ofan í. Seinna skotið dansaði eftir hringnum áður en hann fór af honum. Millimetraspursmál.

Zion Williamson skoraði 32 stig fyrir Duke og tók 11 fráköst. Duke mætir Virginia Tech eða Liberty í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×