Viðskipti innlent

Sjö starfs­mönnum Norðan­fisks sagt upp á Akra­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Akranesi, áður en Sementsstrompurinn var felldur.
Frá Akranesi, áður en Sementsstrompurinn var felldur. vísir/egill
Sjö starfsmönnum Norðanfisks á Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákveðið hafi verið að draga úr framleiðslu á vörum fyrir erlenda markaði og standi til að loka annarri af tveimur starfsstöðvum félagsins á Akranesi.

„Starfsstöðin sem um ræðir er við Bárugötu 8-10 en í þeirri stöð hefur m.a. farið fram vöruþróun og framleiðsla sjávarfangs til útflutnings í samvinnu við móðurfélag Norðanfisks, HB Granda. Einnig hefur þar verið starfrækt pökkun á ferskum fiski í neytendapakkningar fyrir innanlandsmarkað og verður sú framleiðslulína færð inn í aðalstarfsstöð félagsins að Vesturgötu 5. Sjö starfsmenn missa störf sín vegna lokunarinnar en hjá félaginu starfa áfram um 35 manns,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir fyrirtækið sérhæfi sig í virðisaukandi vinnslu sjávarafurða fyrir stóreldhús og veitingastaði sem og framleiðslu í neytendapakkningar fyrir verslanir. „Starfsemi Norðanfisks á innanlandsmarkaði hefur gengið vel en ekki sem skyldi á erlendum mörkuðum. Þess vegna er sú ákvörðun tekin núna að einblína alfarið á innlenda viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×