Viðskipti innlent

Sjö starfs­mönnum Norðan­fisks sagt upp á Akra­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Akranesi, áður en Sementsstrompurinn var felldur.
Frá Akranesi, áður en Sementsstrompurinn var felldur. vísir/egill

Sjö starfsmönnum Norðanfisks á Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákveðið hafi verið að draga úr framleiðslu á vörum fyrir erlenda markaði og standi til að loka annarri af tveimur starfsstöðvum félagsins á Akranesi.

„Starfsstöðin sem um ræðir er við Bárugötu 8-10 en í þeirri stöð hefur m.a. farið fram vöruþróun og framleiðsla sjávarfangs til útflutnings í samvinnu við móðurfélag Norðanfisks, HB Granda. Einnig hefur þar verið starfrækt pökkun á ferskum fiski í neytendapakkningar fyrir innanlandsmarkað og verður sú framleiðslulína færð inn í aðalstarfsstöð félagsins að Vesturgötu 5. Sjö starfsmenn missa störf sín vegna lokunarinnar en hjá félaginu starfa áfram um 35 manns,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir fyrirtækið sérhæfi sig í virðisaukandi vinnslu sjávarafurða fyrir stóreldhús og veitingastaði sem og framleiðslu í neytendapakkningar fyrir verslanir. „Starfsemi Norðanfisks á innanlandsmarkaði hefur gengið vel en ekki sem skyldi á erlendum mörkuðum. Þess vegna er sú ákvörðun tekin núna að einblína alfarið á innlenda viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.