Framtíðarþjófnaður Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2019 07:00 Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun