Úthlutun á tollkvóta í landbúnaði – Hollenska leiðin Björgvin Sighvatsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan skilaði starfshópur tillögum um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skipunarbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum skilgreindum takmörkuðum gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Meirihluti starfshópsins komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að ná þessu markmiði sé að úthluta tollkvótum með útboði þar sem stuðst er við svokallað hollenskt útboð. Erfitt er að finna sannfærandi rök fyrir þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar í skýrslunni.Kennsludæmi Í einföldu máli felur hollenskt útboð í sér að þegar boðið er tiltekið magn af vöru til sölu þá ákvarðar lægsta samþykkta útboðsverðið sama söluverðið til allra samþykktra tilboðsgjafa. Þannig er hægt að hugsa sér að ákveðnir aðilar sem uppfylla fyrirfram skilgreind útboðsskilyrði fái rétt á að bjóða í tiltekið magn af tollkvóta, t.d. 100 kg. Segjum að aðili A sendi inn 7 mismunandi tilboð í samtals 70 kg á verðbilinu 50-65 kr. á hvert kg. Aðili B sendir inn 6 tilboð í 60 kg á verðbilinu 55-68 og aðili C er með 4 tilboð í 50 kg á verðbilinu 50-58. Segjum að síðasta samþykkta verðið þar sem síðasta kílóinu af 100 kg markinu er náð sé 60 kr. Hollenskt útboð felur sér að öllum tilboðum sem eru 60 kr. eða hærra er úthlutað á 60 kr. kílóið. Öðrum tilboðum er hafnað og þar með talið öllum tilboðum frá aðila C. Hér má segja að seljandi sé að verða af tekjum á meðan kaupendur eru að hagnast á því að þurfa ekki að greiða hærra verð en 60 kr. þó að þeir hafi verið tilbúnir til þess í útboðinu. Þetta fyrirkomulag virkar eins og að seljandi sé ekki að hámarka tekjurnar af sölu tollkvóta í útboðinu heldur séu kaupendurnir að hagnast, sem þeir geta síðan skilað til sinna viðskiptavina.Kennsludæmi – frh. Útboðshegðun tilboðsgjafa hins vegar breytist þegar um síendurtekin útboð er að ræða með hollenskri aðferð. Næst þegar útboð verður haldið með tollkvóta viðkomandi vöru þá mun aðili C hugsanlega endurmeta stöðuna þannig að hann býður umtalsvert hærra verð til að fá úthlutaðan kvóta. Hann veit að allir fá sama verð í útboðinu og því þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að læsast inni með alltof hátt verð fyrir kvóta í samanburði við aðra bjóðendur, sem gæti gerst ef um hefðbundið útboð væri að ræða, „multiple price auction method“. Segjum að aðili C sendi nú inn nokkur tilboð í 50 kg á verðinu 75-70 kr. Nú fær nýr aðili, segjum aðili D, einnig að bjóða. Hann hefur ekki sterka skoðun á því hvar „rétta“ verðið liggur en vill tryggja sér tollkvóta í útboðinu. Hann sendir inn tilboð fyrir 50 kg á verðbilinu 80-75 kr. á hvert kg. Aðilar A og B ákveða að senda inn eins tilboð og í síðasta útboði. Nú verður niðurstaðan sú að aðilar C og D fá öll 100 kg á 70 kr. Aðilar A og B fá ekkert. Seljandinn er að fá 10 kr. hærra verð á hvert kg af tollkvótanum en í síðasta útboði og kaupendurnir þurfa að velta þessari hækkun yfir á viðskiptavini sína. Þegar kemur að þriðja útboðinu þurfa aðilar A og B endurmeta stöðu sína. Ætla þeir að hækka tilboð sín eða taka sénsinn á því að fá engan úthlutaðan tollkvóta?Raundæmi Íslenska ríkið hefur um margra ára skeið beitt hollenskri útboðsaðferð við sölu á ríkisskuldabréfum. Það gera líka 21 önnur OECD-ríki, þ.m.t. Danmörk, Noregur, Bandaríkin, Bretland og Írland. Þessi ríki velja hollensku leiðina við sölu ríkisskuldabréfa því þau telja hana skila hæstu verðum í útboðum, til langs tíma. Ef vilji er til þess að skapa takmörkuð gæði í innflutningi landbúnaðarvara þá getur hollenska útboðsleiðin við sölu á tollkvótum verið góð leið til að hámarka tekjur af kvótasölu til ríkisins en á móti verið bjarnargreiði gagnvart íslenskum neytendum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun