Af hverju hamfarir? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. mars 2019 07:00 Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar?
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun