Markmiðið er að útrýma fátækt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. mars 2019 08:00 Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar