Gas! Gas! Guðmundur Brynjólfsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í eina tíð var þetta samfélag með þá reisn að fannhvítir trukkabílstjórar upphófu mótmæli við hjartarætur íslensks samfélags, bensínstöðvarnar. En kölluðu um leið yfir sig vígbúna lögreglu sem þurfti að horfast Ray-Ban í Ray-Ban á við Stulla og félaga sem ekki höfðu lengur efni á að kaupa olíu á yfirveðsetta bíla sem keyptir höfðu verið sólgleraugnalaust í bjartsýniskasti því þörf var á því að grunnstoðir efnahagslífsins, fjárfestingarfyrirtækin, gætu vélað síðustu krónurnar út úr vel meinandi fjölskyldum sem ætluðu sér aldrei annað en „að vera með í lífinu“. Þá var lögreglan töff og gargaði „Gas! Gas!“ og úðaði gasi gengdarlaust yfir atvinnubílstjóra enda vígvöllurinn áfyllingarstöð. Sumir vilja meina að þessi átök hafi markað upphaf búsáhaldaóþekktarinnar sem síðar leiddi til þess að Geir Haarde varð sendiherra sem svo opinberaði að Steingrímur J. væri misskilningur sem endaði með því að Bjarna Ben var treyst fyrir peningum landsmanna. En nú er öldin önnur. Lögreglan vanbúin og hefur ekki annað en piparsprey og gólar vanmáttug á framandi fólk „Krydd! Krydd!“ en þykjast þó miklir menn og handtaka pappaspjöld því að mögulegt er að kveikja í þeim, séu menn með eldspýtur og ef menn eru í skjóli, og ætli menn að kveikja í þeim. Sem þó er alls ósannað – en hverju skiptir það í réttarríki þar sem dómstólarnir eru ekki annað en lögleg en illa hirt tjaldstæði fyrir flokksgæðinga. Piparúði! Því skríkir ekki löggan bara: „Eigum við að henda í ykkur Drakúlabrjóstsykri?“ Það myndi hæfa tilefninu, meintu uppþoti. Mótmælum fólks sem fór niður á Austurvöll vegna þess að það langar „að vera með í lífinu“.
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar