Körfubolti

KKÍ herðir viðurlög um vanskil: „Öðrum félögum fannst það ósanngjarnt“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins.

Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár.

Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening.

„Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson.

„Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“

„Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes.

Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes.

„Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“

Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.