KKÍ herðir viðurlög um vanskil: „Öðrum félögum fannst það ósanngjarnt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2019 20:30 Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Ekki er lengur í boði að félög innan KKÍ safni skuldum hjá sambandinu. 53. körfuknattleiksþingið fór fram um helgina og var ein niðurstaða þingsins að KKÍ herði á félögin þegar kemur að greiðslum til sambandsins. Margt og mikið var rætt um helgina og tillögur félaganna teknar fyrir. Þó bar hæst fjárhagsáætlun næsta árs og fjárhagur sambandsins eins og hann er í dag en barist hefur verið í bagga síðustu ár. Um helgina var ein af niðurstöðunum sú að herða ætti viðurlög við þeirra félaga sem skulda sambandinu pening. „Sum félög skulda sambandinu töluverðar upphæðir á milli ára og öðrum félögum finnst það ósanngjarnt. Þingfulltrúarnir á þinginu unnu þessa vinnu í kringum fjárhagsáætlunina fyrir þingið og það var ákveðið að herða þessi viðurlög,“ sagði formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson. „Það er til í lögum KKÍ að stjórnin getur dæmt leiki tapaða, vísað liðum úr móti sem skulda sambandinu. Önnur félögunum sem standa alltaf í skilum fannst þetta ósanngjarnt gagnvart þeim þannig að þetta var tilllaga frá fulltrúunum á þinginu.“ „Hún var samþykkt og ég held að það sé gott að þetta sé komið í regluverkið. Þarna höfum við sem stjórn þá tæki og tól til þess að vinna með,“ sagði Hannes. Nýr heimavöllur var einnig til umræðu en Laugardalshöllin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru á körfuknattleikssamböndin í Evrópu. Nú þarf að spýta í, segir Hannes. „Það má segja að þessi vinna hafi verið of kurteis á undanförnum árum. Nú þurfum við að fara í þetta mót af fullum þunga. Það ræddi þingið. ÍSÍ er klárlega til í að koma í þá vinnu og það er ÍSÍ þing í byrjun maí. Ég vona að það þing taki vel á þessum málum.“ Viðtalið við Hannes í heild sinni má sjá hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn