Lífið

Stjörnurnar minnast Luke Perry

Sylvía Hall skrifar
Perry lést eftir að hafa fengið heilablóðfall síðasta miðvikudag.
Perry lést eftir að hafa fengið heilablóðfall síðasta miðvikudag. Vísir/Getty
Stjörnurnar í Hollywood syrgja nú leikarann Luke Perry sem lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum fyrr í dag umvafinn fjölskyldu og vinum. Leikarinn var 52 ára gamall þegar hann féll frá en hann hafði legið þungt haldinn á sjúkrahús frá því á miðvikudag eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Leikarinn var hvað þekktastur fyrir að leika Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 en síðastliðin ár hafði hann leikið í þáttunum Riverdale. Aðdáendur hans geta séð hann í kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood í sumar en leikstjóri þeirrar myndar er Quentin Tarantino.

Ian Ziering, sem lék Steve Sanders í Beverly Hills, segist ávallt ætla að njóta minninganna sem þeir sköpuðu saman síðastliðin þrjátíu ár.





Christine Elise, þekkt fyrir hlutverk sitt sem Emily Valentine í Beverly Hills, minnist Perry á Instagram. Hún segist ekki enn hafa áttað sig á því að hann sé látinn og hans verði sárt saknað.

„Tími þinn hér var allt of stuttur.“





Molly Ringwald, sem lék á móti honum í Riverdale, segir vera buguð af sorg og að hún muni  sakna hans sáran.





Asha Bromfield, önnur mótleikkona Perry í Riverdale, segir hann vera ljúfasta og umhyggjusamasta mann sem hún þekkti. Hann hafi alltaf séð til þess að henni liði vel, að það væri hlustað á hana og tekið eftir henni.





Luke Perry lék í myndinni Buffy The Vampire Slayer snemma á tíunda áratug síðustu aldar en leikstjóri hennar, Joss Whedon, rifjar upp þegar þeir tveir ræddu það hvernig þeir vildu að sú mynd yrði. Hann segir það vera ósanngjarnt að hann hafi kvatt þessa jarðvist.





Seinna meir voru gerðir sjónvarpsþættir um Buffy The Vampire Slayer en sú sem lék aðalhlutverkið í þeim heitir Sarah Michelle Geller. Hún segir alla framhaldsskólagöngu sína hafa verið mótaða eftir sambandi Dylans McKay og Brendu Walsh, sem Shannen Doherty lék.





Þá hafa fleiri stjörnur minnst Perry á samfélagsmiðlum eftir að fregnir bárust af andláti hans. Meðal þeirra er leikarinn William Shatner sem vottar fjölskyldu hans samúð sína.





Charlie Sheen segir á Twitter-síðu sinni að Perry hafi gert allar aðstæður betri. Hans stóra hjarta hafi veitt mörgum innblástur og heillað alla þá sem kynntust honum.





Stephen Baldwin segir Perry hafa verið gæddan þeim sjaldgæfa eiginleika að hafa gjafmilt hjarta.





Þá var þáttastjórnandinn Carson Daly sleginn yfir fregnum af andláti Perry.




Tengdar fréttir

Luke Perry látinn

Lést á sjúkrahúsi umvafinn ættingjum og vinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×