Gengið á höfuðstólinn Sigurður Hannesson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Sigurður Hannesson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun