Óprúttnir bankar Þorsteinn Víglundsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun