Skattar og jöfnuður Oddný Harðardóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun