Tími og peningar – lengjum fæðingarorlofið strax 21. febrúar 2019 07:30 Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs. Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur mánuðum hvort auk þess sem þau fá þrjá mánuði í viðbót sem þau geta deilt. Frá því að kerfinu var komið á árið 2001 hafa mæður tekið að meðaltali sex mánuði. Þróunin hjá feðrum allt fram til ársloka 2008 var sú að 90 prósent feðra tóku fæðingarorlof, að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para. Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi lögbundinn. Svo er ekki hér á landi. Afleiðingarnar eru þær að mæður eru lengur heima með börnum sínum í fæðingarorlofi og ólaunuðu leyfi að því loknu. Auk þess er algengt að þær lækki starfshlutfall sitt eða þurfi aukinn sveigjanleika í starfi í kjölfar fæðingarorlofs. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru afar fá börn yngri en eins árs hjá dagforeldrum eða í annarri dagvist. Flest eru heima hjá öðru hvoru foreldra sinna. Börn fá dagvistun að meðaltali við 18 mánaða aldur. Þetta þýðir að mæður eru að minnsta kosti fimmfalt lengur frá vinnumarkaði en feður. Hjá stórum hluta foreldra er staðan ekki einu sinni svona góð. Staðreyndir sýna að það er afar misjafnt hvenær börn komast að hjá dagforeldrum eða leikskólum. Í sumum sveitarfélögum eru ekki starfandi neinir dagforeldrar og leikskólinn tekur við börnum um 24 mánaða aldur. Í þeim tilfellum kann því móðirin að vera næstum því níu sinnum lengur frá störfum en faðirinn. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hve mikil áhrif þetta hefur á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, launamuninn og starfsframa kvenna. Ljóst má vera að jöfn skipting fæðingarorlofs á milli foreldra er lykilforsenda þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði mun þá ekki leiða til lengri fjarveru beggja foreldra frá störfum heldur lengri fjarveru feðra frá störfum og styttri fjarveru móður. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna. Þar segir að lenging fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna verði sett á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Einnig að lenging fæðingarorlofs sé mikilvægt framlag ríkisins til að brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hafa verið hækkaðar en mikið vantar upp á að staðið sé við stóru loforðin. Íslenska fæðingarorlofskerfið hefur verið óbreytt í 18 ár. Að okkar áliti er kominn tími til að taka næstu skref fram á við og jafna möguleika foreldra til töku fæðingarorlofs og þar með stöðu þeirra á vinnumarkaði. Aðeins þannig getum við útrýmt gömlum hefðum og viðhorfum og stuðlað að jafnri ábyrgð á umönnun barna. Við græðum öll á því.Drífa Snædal, formaður ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun