Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna Heimsljós kynnir 21. febrúar 2019 16:00 Ungmennaráð Heimsmarkmiðanna. Áslaug Karen Jóhannsdóttir. „Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Ef við ætlum að takast almennilega á við stærstu áskoranir samtímans, þar með talið áhrif loftslagsbreytinga, fátækt, kynjamismun, átök og fólksflutninga, þá þurfum við á kröftum ungs fólks að halda,“ sagði í Fésbókarfærslu Ungmennaráðs Sameinuðu þjóðanna í gær í tilefni útgáfu Sameinuðu þjóðanna á skýrslu um ungmenni og heimsmarkmiðin. Skýrslan, sem nefnist „Youth and the 2030 Agenda for Sustainable Development“ fjallar bæði um hlutverk ungmenna sem þátttakenda í beinum aðgerðum í þágu sjálfbærrar þróunar en einnig þann ávinning sem ungt fólk á að fá með heimsmarkmiðunum. Þau voru sem kunnugt er, samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015, meginmarkmiðin eru sautján talsins, og skilgreind undirmarkmið 169. Þau eiga að vera komin í höfn árið 2030. Í nýju skýrslunni segir að ungmenni séu kyndilberar heimsmarkmiðanna og hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Eins og ungmennaráðið bendir á í stöðufærslu sinni eru ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára um 16% mannkyns. Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára voru á síðasta ári skipaðir í ráðið og þeir halda reglulega fundi undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi. Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórnÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent
„Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Ef við ætlum að takast almennilega á við stærstu áskoranir samtímans, þar með talið áhrif loftslagsbreytinga, fátækt, kynjamismun, átök og fólksflutninga, þá þurfum við á kröftum ungs fólks að halda,“ sagði í Fésbókarfærslu Ungmennaráðs Sameinuðu þjóðanna í gær í tilefni útgáfu Sameinuðu þjóðanna á skýrslu um ungmenni og heimsmarkmiðin. Skýrslan, sem nefnist „Youth and the 2030 Agenda for Sustainable Development“ fjallar bæði um hlutverk ungmenna sem þátttakenda í beinum aðgerðum í þágu sjálfbærrar þróunar en einnig þann ávinning sem ungt fólk á að fá með heimsmarkmiðunum. Þau voru sem kunnugt er, samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015, meginmarkmiðin eru sautján talsins, og skilgreind undirmarkmið 169. Þau eiga að vera komin í höfn árið 2030. Í nýju skýrslunni segir að ungmenni séu kyndilberar heimsmarkmiðanna og hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Eins og ungmennaráðið bendir á í stöðufærslu sinni eru ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára um 16% mannkyns. Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára voru á síðasta ári skipaðir í ráðið og þeir halda reglulega fundi undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi. Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórnÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent