Ungi maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 „Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun