Körfubolti

Teitur sat fyrir svörum: Betra að Keflavík verði meistari en Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það komu nokkrar skemmtilegar spurningar upp úr hattinum
Það komu nokkrar skemmtilegar spurningar upp úr hattinum s2 sport

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi buðu upp á nýjung í síðasta þætti þegar áhorfendur fengu tækifæri til þess að spyrja margfaldan Íslandsmeistara Teit Örlygsson spjörunum úr.

Spurningarnar voru margar og fjölbreyttar en snérust mikið um Keflavík og Reykjanesið, enda Teitur Njarðvíkurmaður í gegn.

Hann vildi þó frekar sjá Keflavík verða meistara heldur en Liverpool.

Brynjar Þór Björnsson er einhver mesta þriggja stiga skytta íslenska körfuboltans, en er hann betri en Teitur þegar hann var upp á sitt besta?

„Brynjar alveg 100 prósent. Ég var engin þriggja stiga skytta, ég var varnarmaður bara,“ sagði Teitur, en Jón Halldór Eðvaldsson keypti það nú ekki svo glatt.

„Ég man ekkert eftir að þú hafir spilað vörn, en ég þoldi ekki hvað þú varst góður í sókn.“

Þennan skemmtilega daskrárlið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Klippa: Körfuboltakvöld: Ask TeiturAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.