Almenningssamgöngur fyrir allt landið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2019 13:00 Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.Jafnt aðgengi Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda.Vandamálin víkja Helstu viðfangsefni og vandamál í almenningssamgöngum hér á landi eru viðvarandi halli á rekstri almenningsvagna milli byggða, hátt farmiðaverð, rjómafleytingar einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn og erfiðar tengingar milli samgöngumáta. Þar fyrir utan er Ísland eitt erfiðasta svæði í heimi til reksturs almenningssamgangna, en þær þrífast að jafnaði best í fjölmenni og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er hár. Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið og hafa samgöngumátarnir þrír verið reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt, án heildarsýnar.Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðakerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu. Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.Jafnt aðgengi Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda.Vandamálin víkja Helstu viðfangsefni og vandamál í almenningssamgöngum hér á landi eru viðvarandi halli á rekstri almenningsvagna milli byggða, hátt farmiðaverð, rjómafleytingar einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn og erfiðar tengingar milli samgöngumáta. Þar fyrir utan er Ísland eitt erfiðasta svæði í heimi til reksturs almenningssamgangna, en þær þrífast að jafnaði best í fjölmenni og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er hár. Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið og hafa samgöngumátarnir þrír verið reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt, án heildarsýnar.Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðakerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðakerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu. Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun