Frost Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun