Skólinn, birtan og klukkan Kristín Bjarnadóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt fram á tíunda áratug tuttugustu aldar þótti nauðsynlegt að tvísetja skóla. Hvorki var þá forgangsmál að byggja skólahúsnæði né var unnt að sjá kennurum fyrir fullu starfi við að kenna einum 20–25 barna hópi. Þá þurfti að byrja snemma á morgnana því að skólastarfið stóð yfir fram til kl. fimm eða sex síðdegis. Á sjötta áratugnum voru barnaskólar, til dæmis Austurbæjarskólinn, þrísettir fyrir yngstu börnin. Fyrsti hópurinn kom laust fyrir níu, annar á tólfta tímanum og sá þriðji laust fyrir klukkan tvö síðdegis. Þá var vetrartími frá fyrsta vetrardegi. Af þessu sést að jafnvel á tíma, þegar skólum var haldið í kreppu húsnæðisleysis, var minnstu börnunum hlíft eins og kostur var við myrkrinu. Þau komu í skólann um það bil hálfri annarri klukkustund nær dagrenningu en nú gerist. Nú eru aðrir tímar. Skólar eru einsetnir og reglulegu skólastarfi er víðast lokið upp úr klukkan tvö síðdegis. Nú er lag að gera róttækar breytingar á vinnulagi skólanna og margra landsmanna um leið. Annars vegar að hefja starf grunnskóla um klukkan níu að morgni. Hins vegar að stilla klukkuna sem næst sólartíma og miða allt árið við lengdarbauginn 15° vestlægrar lengdar sem liggur um Fljótsdalshérað í stað þess að miða við tíma kenndan við Greenwich í London. Margar mótbárur munu heyrast við þessari tillögu. Ein er sú að foreldrar hefji vinnu snemma á morgni og muni ekki geta komið börnunum af stað í skólann á réttum tíma. Því er til að svara að margir foreldrar þurfa ekki að hefja störf svo snemma. Þeir sem hafa sveigjanlegan vinnutíma hafa jafnvel kosið að hefja sína vinnu snemma barnanna vegna. Verslanir opna margar ekki fyrr en tíu eða ellefu og starfsfólk þar er ekki bundið af fótaferðartíma fyrir kl. 7 að morgni. Rétt er að geta þess að til eru framhaldsskólar sem hafa gert tilraun til að hefja reglulega kennslu kl. níu, en telja reynsluna vera að það skipti engu máli. Foreldrar séu of snemma á bak og burt til að ýta við unglingunum. Því er til að svara að margir nemendur á framhaldsskólaaldri eru miklar svefnpurkur vegna þess þroska sem þeir eru að taka út og tilraunin er því ekki marktæk. Miklu fremur ætti að hugsa um yngstu börnin sem þurfa að paufast í skólann í myrkrinu. Ekki verður myrkrið forðast á öllum árstímum en sem betur fer fellur jólafrí saman við svartasta skammdegið. Þegar börnin koma aftur í skólann viku af janúar verður birting laust fyrir kl. níu og sólris upp úr kl. tíu væri klukkunni breytt. Svo færast þessir tíma fram með hverri viku nýs árs.Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun