Bjóðum út bílastæðin Hildur Björnsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar