Viðskipti innlent

25 prósent álag á skatt vegna Airbnb

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Margar Airbnb íbúðir eru í Reykjavík.
Margar Airbnb íbúðir eru í Reykjavík. Vísir/vilhelm
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra (RSK) um að eiganda húsnæðis beri að greiða 25 prósent álag vegna vanframtalinna tekna af útleigu húsnæðis á Airbnb. Eigandinn hafði ekki talið fram rúmlega þrjár milljónir króna sem hann hafði í tekjur árið 2016 af slíkri leigu.

Í úrskurði RSK kom fram að ekki hefði verið gefin upp til skatts upphæð frá Airbnb sem greidd var inn á reikning eigandans. Það að telja ekki fram slíkar tekjur teldist verulegur annmarki á framtali og því var gripið til álagsins.

Þá niðurstöðu kærði eigandinn til YSKN. Sagði hann að hann ætti enga sögu um vanframtalda skattstofna og að hann hefði greiðlega veitt upplýsingar um útleiguna. Því bæri að lækka álagið.

Lögum samkvæmt er heimilt að lækka álagið leiðrétti skattskyldur aðili upplýsingarnar sjálfur eða fella það niður með öllu ef honum verður ekki kennt um mistökin. YSKN taldi ljóst að svo væri ekki í þessu máli og stendur álagið því óhaggað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×