Af hverju er ég í námi? Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Margrét Ósk Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:29 Háskóli Íslands leggur gríðarlega áherslu á akademískt nám og fara flestar kennslustundir á Félagsvísindasviði eingöngu fram með hinu hefðbundna fyrirlestraformi. Slíkt gerir það að verkum að starfsnám og verkleg kennsla með gagnvirkum samskiptum á það til að verða undir í bókaflóðinu. Okkur, frambjóðendum Vöku á Félagsvísindasviði, finnst mikilvægt að á tímum hraðra tækniframfara sé háskólinn leiðandi í nýstárlegum starfs- og kennsluháttum. Vaka leggur því ríka áherslu á að brúa bilið á milli atvinnulífsins og ungs fólks sem er að ljúka námi. Með Vöku í meirihluta í Stúdentaráði munum við sjá til þess að hugað verður betur að tengslum stúdenta við atvinnulífið, við hverju þeir megi búast og hvaða tækifæri bíða þeirra að námi loknu. Í lögfræði læra nemendur meðal annars um þinglýsingar, nauðungarsölur og erfðaskrár en margir laganemar hafa ekki hugmynd um það hvernig þessir hlutir eru framkvæmdir í raun og veru. Ein leið til þess að bæta núverandi ástand er að greiða leiðina fyrir nemendur sem hafa áhuga á starfsnámi gegn einingum. Við höfum tekið eftir því að slíkt er sérstaklega ábótavant innan Félagsvísindasviðs. Síðastliðin ár hefur Vaka verið með formennsku í Fjármála- og atvinnulífsnefnd. Eitt stærsta kosningaloforð Vöku á síðasta ári var að halda Atvinnudaga með nýju sniði sem var gert og voru þeir haldnir nú í lok janúar með góðum árangri. Vaka þakkar þeim sem tóku þátt og vilja Vökuliðar ólmir halda áfram uppteknum hætti og bjóða upp á frekari tengingu nemenda Félagsvísindasviðs við atvinnumarkaðinn að námi loknu. Þannig getum við í sameiningu reynt að brúa það bil sem nemendur upplifa milli námsáranna og síðan fyrstu áranna á atvinnumarkaðinum. Með því að búa til Atvinnudaga Félagsvísindasviðs, sem væri vettvangur þar sem fyrirtæki atvinnulífsins kynna þau störf sem standa nemendum sviðsins til boða að námi loknu, teljum við okkur vera stuðla að jöfnum tækifærum allra nemenda. Slíkur vettvangur væri aðgengilegur öllum nemendum sviðsins og myndi þar með stuðla að breiðara tengslaneti þeirra sem myndu nýta sér slíkt úrræði og auknum atvinnutækifærum. Við í Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, munum stækka og styrkja vettvang þinn til þess að mynda tengsl sem munu nýtast þér til æviloka.Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vöku á félagsvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands leggur gríðarlega áherslu á akademískt nám og fara flestar kennslustundir á Félagsvísindasviði eingöngu fram með hinu hefðbundna fyrirlestraformi. Slíkt gerir það að verkum að starfsnám og verkleg kennsla með gagnvirkum samskiptum á það til að verða undir í bókaflóðinu. Okkur, frambjóðendum Vöku á Félagsvísindasviði, finnst mikilvægt að á tímum hraðra tækniframfara sé háskólinn leiðandi í nýstárlegum starfs- og kennsluháttum. Vaka leggur því ríka áherslu á að brúa bilið á milli atvinnulífsins og ungs fólks sem er að ljúka námi. Með Vöku í meirihluta í Stúdentaráði munum við sjá til þess að hugað verður betur að tengslum stúdenta við atvinnulífið, við hverju þeir megi búast og hvaða tækifæri bíða þeirra að námi loknu. Í lögfræði læra nemendur meðal annars um þinglýsingar, nauðungarsölur og erfðaskrár en margir laganemar hafa ekki hugmynd um það hvernig þessir hlutir eru framkvæmdir í raun og veru. Ein leið til þess að bæta núverandi ástand er að greiða leiðina fyrir nemendur sem hafa áhuga á starfsnámi gegn einingum. Við höfum tekið eftir því að slíkt er sérstaklega ábótavant innan Félagsvísindasviðs. Síðastliðin ár hefur Vaka verið með formennsku í Fjármála- og atvinnulífsnefnd. Eitt stærsta kosningaloforð Vöku á síðasta ári var að halda Atvinnudaga með nýju sniði sem var gert og voru þeir haldnir nú í lok janúar með góðum árangri. Vaka þakkar þeim sem tóku þátt og vilja Vökuliðar ólmir halda áfram uppteknum hætti og bjóða upp á frekari tengingu nemenda Félagsvísindasviðs við atvinnumarkaðinn að námi loknu. Þannig getum við í sameiningu reynt að brúa það bil sem nemendur upplifa milli námsáranna og síðan fyrstu áranna á atvinnumarkaðinum. Með því að búa til Atvinnudaga Félagsvísindasviðs, sem væri vettvangur þar sem fyrirtæki atvinnulífsins kynna þau störf sem standa nemendum sviðsins til boða að námi loknu, teljum við okkur vera stuðla að jöfnum tækifærum allra nemenda. Slíkur vettvangur væri aðgengilegur öllum nemendum sviðsins og myndi þar með stuðla að breiðara tengslaneti þeirra sem myndu nýta sér slíkt úrræði og auknum atvinnutækifærum. Við í Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, munum stækka og styrkja vettvang þinn til þess að mynda tengsl sem munu nýtast þér til æviloka.Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vöku á félagsvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar