Hætta rannsókn á meintum skattaundanskotum Björns Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:30 Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið/Valli Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08