Viðskipti innlent

Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Valli
Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna.

Skattrannsóknarstjóri hefur haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma. Það snýr fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í á þeim tíma sem hann rak DV. Veitingastaðnum Argentína steikhús, sem var í eigu Björns Inga, var lokað í apríl eftir árangurslaust fjárnmám. Sumt starfsfólk fékk ekki greidd laun.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir í samtali við Fréttablaðið að hann muni reyna að hnekkja kyrrsetningunni fyrir dómi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×