Kosningasvindl í Reykjavík? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki?
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar