Körfubolti

„Fjölskyldumeðlimur kvartar að hann spili of lítið og í næsta leik spilar hann 30 mínútur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr þættinum í gær.
Úr þættinum í gær. mynd/skjáskot/s2s

Það hefur ekki gengið né rekið hjá Tindastól í Dominos-deild karla eftir áramót en í gærkvöldi tapaði liðið enn einum leiknum er liðið fékk skell gegn Stjörnunni á heimavelli.

Tindastóll hefur einungis unnið tvo af leikjum sínum eftir áramót og í dag gerði liðið breytingar á liði sínu. Þeir losuðu Urald King og náðu aftur í PJ Alawoya sem spilaði með liðinu í fjarveru King fyrr í vetur.

Kjartan Atli Kjartansson stýrði að sjálfsögðu Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þeir Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í settinu.

Þeir félagar ræddu stöðuna hjá Tindastól og viðbrögð Tindastóls er Danero Thomas var skipt af velli í fjórða leikhluta en mikill fögnuður braust út. Kjartan Atli greindi frá því að þetta virtist vera útaf því að Danero væri tekinn útaf og Teitur tók við boltanum:

„Ég held að heimamennirnir séu óánægðir hvað hann fær að hanga lengi inni á vellinum. Hann var búinn að vera hörmulegur en spilar þessar 30 mínútur og það sátu heimamenn á bekknum sem þú varst að hrósa hérna rétt áðan,“ sagði Teitur og hélt áfram:

„Þeir komu inn með smá baráttu og vilja og skiljanlega vildi fólkið gera einhverjar breytingar. Israel er alltof lengi að gera þetta,“ áður en Jón Halldór bætti við:

„Mér finnst gjörsamlega galið að hann spilar á móti Grindavík og þar kvartar fjölskyldumeðlimur að hann hafi spilað alltof lítið. Hann var hristandi hausinn á bekknum. Svo kemur næsti leikur. Hann spilar 30 mínútur og með allt lóðbeint niður um sig. Hver stjórnar þarna?“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Tindastól


Tengdar fréttir

Jólasteikin fór illa í Stólana

Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.